fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Fer tvennum sögum af því hvað gekk á í stríði Arnars og Sveins – „Úti á bílastæði ? Nei nei“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 10. ágúst 2022 10:03

Arnar og Sveinn Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara KA, í fimm leikja bann fyrir hegðun sína í leik gegn KR í síðustu viku.

Arnar fær bannið fyrir að orð sem hann lét falla í garð Sveins Arnarssonar, fjórða dómara í leiknum. Hann hafði fengið rautt spjald í leiknum og því sjálfkrafa tveggja leikja bann. Aga- og úrskurðanefndin bætti svo þremur leikjum við fyrir eðli brotsins.

Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson fór á Twitter og gagnrýndi KSÍ harðlega fyrir bann Arnars og spurði „á hvaða ferðalagi menn væru.“

Í svari við færslu Gaupa, eins og hann er gjarnan kallaður, skrifar Stefán Hrafn Hagalín að bannið hafi verið réttlátt og í raun of stutt. „Addi veitist að varadómara leiksins í leiknum með svívirðingum, eftir leikinn í viðtölum með persónuárásum og daginn eftir úti á bílastæði við KA heimilið þar sem dómarinn var að skutla barninu sínu á æfingu. 5 leikja bannið of stutt. Uppeldisfélagið mitt KA ætti að bæta 5 við,“

Guðmundur Óli Steingrímsson, sem lék með KA fyrir um áratug, segir þetta ekki rétt. „Úti á bílastæði ? Nei nei, hann settist fyrir framan skrifstofuna hjá Arnari og fékk sér kaffibolla. Arnar rak hann út.“

KSÍ hefur ekki birt dóminn í heild og þá svara KA-menn ekki í símann til að svara fyrir þennan þunga dóm Arnars.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United hefur áhuga á að fá þýska landsliðsmanninn frítt í sumar

United hefur áhuga á að fá þýska landsliðsmanninn frítt í sumar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

EM treyjan fyrir sumarið verður kynnt eftir viku

EM treyjan fyrir sumarið verður kynnt eftir viku
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn

Gefur grænt ljós á að selja tvo bestu leikmennina – Fær 100 milljónir punda til að kaupa nýja menn
433Sport
Í gær

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta
433Sport
Í gær

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu
433Sport
Í gær

Velta því fyrir sér hvað gekk á í hausnum hjá Ronaldo í gær – Var hann að tala við drauga?

Velta því fyrir sér hvað gekk á í hausnum hjá Ronaldo í gær – Var hann að tala við drauga?