fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
433Sport

Alfreð æfir með FH á meðan hann leitar að nýrri vinnu

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. ágúst 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason hefur mætt á tvær æfingar hjá FH til að halda sér í formi á meðan hann leitar sér að nýju félagi í atvinnumennsku. Þetta hefur 433.is fengið staðfest.

Alfreð er án félags eftir að samningur hans við Augsburg í Þýskalandi rann út. Alfreð hefur hafnað nokkrum tilboðum en heldur sér í formi til að vera klár í næsta stríð.

Alfreð hefur æft með Lyngby í Danmörku undanfarnar vikur en danska félagið undir stjórn Freys Alexanderssonar hefur sýnt framherjanum áhuga. Ólíklegt er þó að Lyngby hafi efni á framherjanum knáa.

Alfreð hafði verið í herbúðum Augsburg frá 2016 en þessi 33 ára gamli sóknarmaður hafnaði meðal annars Hammarby í Svíþjóð á dögunum.

FH er í vandræðum í Bestu deildinni en fyrrum samherji Alfreðs í landsliðinu, Eiður Smári Guðjohnsen er þjálfari liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola vill fimm nýja leikmenn í sumar

Guardiola vill fimm nýja leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu
433Sport
Í gær

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma
433Sport
Í gær

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“