fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Nýi maðurinn tjáir sig um Lukaku: ,,Snýst líka um einkalífið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 6. ágúst 2022 21:30

Romelu Lukaku / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kalidou Koulibaly, leikmaður Chelsea, hefur tjáð sig um framherjann Romelu Lukaku sem yfirgaf félagið í sumar.

Búist var við miklu af Lukaku síðasta vetur er hann kostaði tæplega 100 milljónir punda frá Inter en lítið gekk á hans fyrsta tímabili.

Lukaku vildi því um leið snúa aftur til Ítalíu í sumar til Inter Milan þar sem Koulibaly mætti honum á sínum tíma er hann lék með Napoli.

Koulibaly hefur farið yfir stöðu leikmannsins og af hverju hann náði ekki hæstu hæðum í London.

,,Romelu er góður leikmaður og mjög hæfileikaríkur. Hann er mjög sterkur og ég var vanur því að spila gegn honum á Ítalíu. Ég held að það hafi ekki verið gaman fyrir hann!“ sagði Koulibaly.

,,Hann skoraði mörg mörk á Ítalíu og vann deildina svo þegar hann skrifaði undir hjá Chelsea var ég ekki hissa. Á síðasta tímabili var hann kannski ekki með sjálfstraustið til að spila eins og hann vill spila.“

,,Fótboltinn snýst ekki bara um völlinn heldur líka einkalífið og allt sem því fylgir, kannski var eitthvað sem virkaði ekki fyrir hann hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina

Tjáir sig í fyrsta skipti eftir að öryggisvörður tók hann hálstaki um helgina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar

Opnar sig um drykkjuvandamál sín – Setti flöskuna á hilluna í sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arsenal fær að færa leik sinn til að minnka álagið í kringum jólin

Arsenal fær að færa leik sinn til að minnka álagið í kringum jólin
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Í gær

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“

Gunnar kallar eftir breytingum í samstarfi skóla og íþrótta á Íslandi – „Ég er að tala um ef Kalli brókar þrjá inni á baði, auðvitað á það ekki að fá viðgangast“
433Sport
Í gær

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík