fbpx
Sunnudagur 04.janúar 2026
433Sport

Willian að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina?

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 5. ágúst 2022 11:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kantmaðurinn Willian er í dag óvænt orðaður við endurkomu í ensku úrvalsdeildina.

Goal segir frá því að nýliða Fulham hafi áhuga á að ná í þennan 33 ára gamla Brasilíumann.

Aðeins er eitt ár síðan Willian yfirgaf England. Þá lék hann með Arsenal en fór til Corinthians í heimalandinu. Hann á 16 mánuði eftir af samningi sínum þar.

Willian hefur einnig leikið með Chelsea í ensku úrvalsdeildinni. Það gæti heillað hann og fjölskylduna að flytja aftur til Lundúna.

Þetta eru ekki einu fréttir dagsins af Corinthians.

Í morgun var Cristiano Ronaldo orðaður við félagið. Hann reynir að komast burt frá Manchester United.

„Ég á mér stóra drauma. Þetta er Corinthians. Eru ekki Willian og Renato Augusto hér? Það er allt mögulegt í fótbolta og það er skylda mín að gera mitt besta fyrir Corinthians,“ segir Duilio Monteiro Alves, forseti brasilíska félagsins.

„Ég veit ekki hvort það er möguleiki. Við höfum ekki prófað þetta eða kafað dýpra. Við höfum hins vegar auga með honum, ef hann skyldi vilja spila í Brasilíu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Ummæli sjónvarpsmannsins vekja töluverða athygli og furðu

Ummæli sjónvarpsmannsins vekja töluverða athygli og furðu
433Sport
Í gær

Mateta gæti komið eftir allt saman

Mateta gæti komið eftir allt saman
433Sport
Í gær

Tottenham lánar leikmann til Þýskalands

Tottenham lánar leikmann til Þýskalands
433Sport
Í gær

Úr D-deild í Meistaradeildina

Úr D-deild í Meistaradeildina
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið

Sjáðu skilaboðin sem David Beckham sendi syni sínum eftir stanslausar fjölskylduerjur undanfarið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær

Stuðningsmenn hjóla í Slot fyrir þessar ákvarðanir í gær