fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Sagt frá ummælum Rodgers í klefanum – Var sama því þetta kom ekki frá landsliðsjálfaranum

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 19:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aaron Ramsdale tók eftir ummælum Brendan Rodgers á síðustu leiktíð er hann var kallaður besti markmaður Englands eftir góða frammistöðu með Arsenal.

Rodgers er stjóri Leicester City í ensku úrvalsdeildinni og er mikill aðdáandi Ramsdale sem er ekki númer eitt hjá Englandi heldur er það Jordan Pickford, markvörður Everton.

Ramsdale gefur lítið fyrir þessi ummæli Rodgers og hefði mun frekar vilja heyra þau frá Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

Það verður hart barist um markmannsstöðurnar hjá enska landsliðinu í vetur sem mun spila á HM í Katar í lok árs.

,,Ég sá aldrei þetta viðtal svo þetta var örugglega tveimur dögum seinna þegar strákarnir í búningsklefanum spurðu hvort ég hefði séð það sem Brendan sagði,“ sagði Ramsdale.

,,Málið var að þetta voru ekki orð enska landsliðsþjálfarans. Ég þurfti enn að sanna mig fyrir honum og það er enn langt í land. Ég hef fengið að spila fyrir England en hlutirnir breytast mjög fljótt.“

,,Á þessu tímabili verða þetta ég, Jordan Pickford, Sam Hohnstone, Dean Henderson, Nick Pope og örugglega aðrir. Það verða fimm eða sex enskir markmenn sem vilja komast til Katar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild