fbpx
Þriðjudagur 15.júlí 2025
433Sport

Óskar Hrafn: „Ég er brjálaður yfir að tapa en ofboðslega stoltur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tapaði 1-3 í fyrri leik sínum gegn Istanbul Basaksehir í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA í kvöld.

Gestirnir komust í 0-2 með mörkum frá Danijel Aleksic og Deniz Turuc. Viktor Karl Einarsson minnkaði muninn fyrir Blika en Aleksic skoraði þriðja mark Basaksehir undir lok leiks.

„Þeir klára færin sem þeir fá en við ekki. Það er hálf sturlað að standa á móti þér og vera ólgandi inni í sér yfir að hafa ekki unnið þennan leik eða allavega náð í jafntefli, mér fannst við eiga það skilið. Ég gæti ekki verið stoltari af leikmönnunum mínum, þeir gáfu allt sem þeir áttu. Þeir gerðu nákvæmlega það sem var lagt upp með, mættu þeim af hugrekki en kannski féllu á eigið sverð. Við reyndum að ná jöfnunarmarkinu en fengum á okkur þriðja markið,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, við Stöð 2 Sport eftir leik.

Breiðablik var betri aðilinn framan af en gestirnir unnu sig inn í leikinn. „Öll lið í þessum gæðaflokki, þú heldur þeim ekki í skefjum endalaust. Á einhverjum tímapunkti í leiknum missir þú kannski 5-10 prósent af kraftinum sem þú ert með og þá nýta þeir sér það. Þeir eru fljótir að skipta og með mikil gæði, við máttum ekki vera skrefi of seinir. En svo ná menn vopnum sínum aftur og mér fannst við enda þennan leik hrikalega vel,“ sagði Óskar.

„Þetta er blendið. Ég er brjálaður yfir að tapa en ofboðslega stoltur af liðinu mínu. Þegar ég kem inn í klefa á eftir mun það hafa yfirhöndina, hvað ég er stoltur af þessu liði. Við þorðum að spila á milli lína, fram á við, héldum boltanum á þeirra vallarhelmingi. Það voru aðeins of margar feilsendingar í seinni hálfleik þar sem við missum stjórnina.“

Óskar telur að Breiðablik hafi átt að fá víti þegar Ísak Snær Þorvaldsson féll til jarðar innan teigs í seinni hálfleik. „Mér fannst það mikilvægt augnablik í leiknum. Ég veit ekki hvernig það hefði snúist.“

„Þegar öllu er á botninn hvolft kom hér tyrkneskt stórlið á Kópavogsvöll og þurfti svo sannarlega að hafa fyrir hlutunum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Modric búinn að krota undir

Modric búinn að krota undir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfestir félagaskipti til Arsenal

Staðfestir félagaskipti til Arsenal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Horfa til Arsenal ef Diaz kemur ekki

Horfa til Arsenal ef Diaz kemur ekki
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Varð rennandi blautur í beinni útsendingu – Sjáðu skondið myndband

Varð rennandi blautur í beinni útsendingu – Sjáðu skondið myndband