fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
433Sport

Gummi Ben ómyrkur í máli – „Flestar af þessum rækjusamlokum sem öskruðu hæst í Covid eru ekkert að koma núna heldur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 08:44

Mynd/Hringbraut Gummi Ben

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Benediktsson, einn ástælasti sparkspekingur og lýsandi okkar Íslendinga, skilur ekkert í fólki sem mætir ekki á völlinn hjá sínu liði hér heima til að styðja það.

Guðmundur er gestur í nýjasta þætti Chess After Dark, þar sem meðal annars var farið yfir dapra mætingu á leiki í Bestu deild karla. Guðmundur fjallar um deildina á Stöð 2 Sport.

Hann segir að það sé sérstaklega mikið áhyggjuefni fyrir stærstu lið landsins hversu slæm mætingin er. Við lok hins hefðbundna leiktímabils í ár verður deildinni skipt upp í tvo hluta, efri sex og neðri sex.

Sem stendur er Valur í fimmta sæti og KR í sjötta sæti, svo dæmi séu tekin. Þá er stórlið FH í tíunda sæti deildarinnar.

„Hvaða lið sem það verður af þessum stóru, ef þau lenda í því að spila þarna í neðri hlutanum, þá verður það gríðarlegt áfall. Áhorfendatölur hafa ekki verið stórmerkilegar en þær verða sorglegar þá fyrir þessi lið,“ segir Guðmundur.

„Ég bara skil ekki þetta fólk sem er ekki að mæta á völlinn. Þú verður að mæta og styðja liðið þitt. Flestar af þessum rækjusamlokum sem öskruðu hæst í Covid, að það væri alveg vonlaust að fá ekki að fara á völlinn, eru ekkert að koma núna heldur.“

„Það er fátt skemmtilegra en að fara á völlinn og hitta allavega skemmtilegt fólk, þó fótboltinn sé ekki alltaf frábær“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta

Diallo birti skopmynd af Maguire eftir gærkvöldið – Líkti honum við einn þann besta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða

Stórlið vill kaupa Antony frá United í sumar – Búnir að setja upp verðmiða
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola vill fimm nýja leikmenn í sumar

Guardiola vill fimm nýja leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu

Neville segir sögu af Arne Slot – Hitti hann á aðfangadag og fékk mikla trú á honum sem persónu
433Sport
Í gær

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma
433Sport
Í gær

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“

Sendir Onana skýr skilaboð: ,,Stundum þarftu að halda kjafti“