Alfons Sampsted lék með Bodö/Glimt í kvöld sem vann sannfærandi sigur í Meistaradeild Evrópu.
Bodö/Glimt vann öruggan 5-0 heimasigur í fyrri leik liðanna gegn Zalgiris frá Litháen og spilaði Alfons allan leikinn.
Zalgiris sló áður Malmö úr leik í keppninni en átti ekki roð í þá norsku í kvöld.
Í norsku deildinni spilaði Kristiansunds við Tromso á sama tíma. Brynjólfur Andersen Willumsson spilaði með því fyrrnefnda í 1-1 jafntefli og nældi sér í gult spjald.
Böðvar Böðvarsson var með Trelleborg í sænsku B-deildinni sem fékk skell heima gegn Halmstad og tapaði 4-0.