fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Atli og félagarnir fengu ekki að vera eftir í Vestmannaeyjum – „Fáum réttu útgáfuna eftir þátt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina var spilaður Þjóðhátíðarleikurinn svokallaði. Árlega á ÍBV heimaleik um Verslunarmannahelgina, á meðan Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum fer fram. Myndast gjarnan mikil stemning þar.

ÍBV mætti Keflavík á laugardag og lauk leiknum með 2-2 jafntefli.

Atli Viðar Björnsson var sérfræðingur í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gær. Þar var Þjóðhátíðarleikurinn til umræðu.

„Ég hef spilað þennan Þjóðhátíðarleik. Hann er stórskemmtilegur, en það reyndist mörgum erfitt að fara í rútuna eftir leik og svo heim aftur, geta ekki verið eftir og tekið helgina,“ sagði Atli, en hann lék lengst af með FH á leikmannaferli sínum.

Guðmundur Benediktsson spurði hann hvort hann hafi fengið að vera eftir á eyjunni. „Ég fékk ekki leyfi, það var auðveldara fyrir mig en marga aðra að fara heim,“ svaraði Atli.

Baldur Sigurðsson var einnig í þættinum og sló á létta strengi. „Fáum réttu útgáfuna eftir þátt,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði