fbpx
Fimmtudagur 17.júlí 2025
433Sport

Arnar segir Víkinga eiga möguleika gegn pólska stórliðinu – ,,Tel okkur geta veitt þeim góða mótspyrnu“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 15:55

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur Torg/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings Reykjavíkur sat fyrir svörum á blaðamannafundi í dag fyrir leik liðsins gegn pólska liðinu Lech Poznan í þriðju umferð Sambandsdeildar UEFA á Víkingsvelli á morgun.

Hann telur Víkinga eiga góða möguleika á morgun. ,,Við höfum átt góðar frammistöður í Evrópukeppnum þetta tímabilið og þó svo hægt sé að líta á okkur sem minni spámanninn komandi inn í þetta einvígi þá er þetta fótbolti, 11 á móti 11 og ég tel okkur eiga möguleika.“

Aðspurður um stöðuna á leikmannahópi Víkinga fyrir leikinn hafði Arnar þetta að segja:

,,Það eru nokkur meiðsli að herja á hópinn en við erum með sterkan leikmannahóp og á mínum tíma hér sem þjálfari skýlum við okkur ekki á bak við meiðsli. Við mætum bara til leiks og leggjum hart að okkur. Það verður raunin á morgun.“

Arnar er vel meðvitaður um styrkleika Lech Poznan.

,,Þetta er auðvitað mjög gott lið sem hefur hins vegar verið að ströggla í upphafi tímabils í Póllandi. Kannski hafa áherslurnar með nýjum þjálfara ekki skilað sér nægilega vel til þessa í spilamennsku liðsins. En það er mjög ljóst fyrir mér að þarna er á ferðinni gott lið með hæfileikaríka leikmenn.“

,,Fyrir mér er aðeins tímaspursmál þar til þetta lið hrekkur í gírinn. Þetta er félag með mikla reynslu úr Evrópukeppnum og við erum vel meðvitaðir um styrkleika þeirra sem og veikleika. Vonandi getum við nýtt okkur þá á morgun.

Hann veit að Víkingar koma inn í einvígið sem minni spámenn.

,,Það væri barnalegt af okkur að telja okkur ekki koma inn í þetta einvígi sem minni spámaðurinn. Við höfum hins vegar verið það í einvígunum gegn Malmö sem og The New Saints. Við kýlum bara á þetta og spilum okkar leik. Við komum inn í þetta einvígi í góðu formi tel okkur geta veitt þeim góða mótspyrnu á morgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Nýr stjóri Fiorentina dásamar Albert – „Hann elskar að taka ábyrgð“

Nýr stjóri Fiorentina dásamar Albert – „Hann elskar að taka ábyrgð“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór

Mætti á æfingu hjá United á ólöglegum bíl nokkrum mínútum eftir að Amorim fór
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar

Guardiola lætur þessa sex leikmenn vita að þeir geti farið í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez

Fullyrt að United sé komið í viðræður við Villa um Emi Martinez
433Sport
Í gær

Ronaldo mun fá minna að spila

Ronaldo mun fá minna að spila
433Sport
Í gær

Napoli vill ekki fá Nunez

Napoli vill ekki fá Nunez
433Sport
Í gær

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann
433Sport
Í gær

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París