fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Chelsea ætlar ekki að láta gott heita eftir að þeir stela skotmarki City – Skoða annan bakvörð

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chelsea er nálægt því að ganga frá kaupum á Marc Cucurella frá Brighton. Félagið ætlar hins vegar ekki að hætta þar.

Þessi vinstri bakvörður hefur verið orðaður við Manchester City í allt sumar og var talið líklegast að hann færi þangað.

Nú hefur Cucurella hins vegar samið við Chelsea um persónuleg kjör. Aðeins er beðið eftir því að Lundúnafélagið nái saman við Brighton um kaupverð á leikmanninum.

Cucurella kom til Brighton frá Getafe síðasta sumar og fór á kostum á sinni fyrstu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni.

Chelsea vill einnig fá til sín hægri bakvörð í sumar. Félagið hefur áhuga á Kyle Walker-Peters hjá Southampton.

Walker-Peters hefur verið á mála hjá Southampton síðan 2020, hann kom frá Tottenham. Hann lék 32 leiki í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, skoraði eitt mark og lagði upp tvö.

Þá fylgist Chelsea einnig með gangi mála hjá Denzel Dumfries, hollenskum hægri bakverði Inter.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það

Tottenham gerir samning við fyrirtæki sem græðir hár í þá sem eru að missa það
433Sport
Í gær

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“

Kjartan rýndi í gengi Arnars – „Ef maður er bara brútal“
433Sport
Í gær

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista

Metnaðarfullur Amorim setur saman þriggja manna lista
433Sport
Í gær

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi

Liverpool fær samkeppni frá þessum fjórum stórliðum um Guehi
433Sport
Fyrir 2 dögum

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár

Pogba klár í slaginn um helgina – Hefur ekki spilað í meira en tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar

Arne Slot telur sig ekki þurfa að kaupa miðvörð í janúar