fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Beckham segir frá erfiðasta augnabliki ferilsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 2. ágúst 2022 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham, ein mesta goðsögn í enskri knattspyrnusögu, segir að rauða spjaldið sem hann fékk gegn Argentínu á HM 1998 hafi verið hans erfiðasta stund á ferlinum.

Beckham segir að stuðningsmenn Manchester United, sem hann lék fyrir á þessum tíma, sem og Sir Alex Ferguson, þá stjóra liðsins, hafi hjálpað sér mikið. ,,Ein mikilvægasta manneskjan á þessum tíma fyrir mig var Sir Alex Ferguson auk stuðningsmanna Manchester United. Ef það hefði ekki verið fyrir stuðningsmenn Manchester United á þessum tíma þá hefði það reynst mjög erfitt fyrir mig að komast yfir þetta atvik,“ segir Beckham.

Beckham var rekinn af velli í stöðunni 2-2 eftir að hafa brugðist illa við fíflalátum í Diego Simeone, þáverandi landsliðsmanni Argentínu. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Englendingar töpuðu. ,,Ég vaknaði mjög snemma daginn eftir og framundan var flug til Bretlands sem ég var ekki mjög spenntur fyrir eftir að við féllum úr leik og miðað við það hvernig hann spilaðist fyrir mig. Ég vissi að það yrði erfitt fyrir mig að snúa aftur heim. Fljótlega eftir að ég vaknaði hringdi síminn minn og mín beið símtal úr númeri sem ég þekkti ekki. Ég ákvað að svara: ‘David, þetta er stjórinn’ var sagt hinum megin á línunni.“ Það var Ferguson sem hringdi.

,,Hann sagði við mig: ‘Taktu þér þriggja vikna frí, hvíldu þig og þegar að þú kemur til baka munum við taka vel á móti þér og hugsa um þig hér hjá Manchester United.’ Þetta var það sem kom mér í gegnum næsta tímabil eftir heimsmeistaramótið.“

Manchester United vann svo þrennuna á næsta tímabili eftir þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði