fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Með föst skot á blaðamenn eftir kjaftasögur í sumar: ,,Vesen fyrir suma að segja satt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. júlí 2022 14:13

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona, hefur skotið föstum skotum á blaðamenn sem ræddu hans framtíð í sumar.

Lewandowski er genginn í raðir Börsunga frá Bayern Munchen en hans framtíð var lengi í lausu lofti í sumar og vildi Bayern ekki losna við hann í langan tíma.

Sumir töluðu um að Lewandowski væri að heimta að fara því Bayern vildi fá Erling Haaland frá Borussia Dortmund en hann endaði hjá Manchester City.

Pólverjinn segir að þær sögusagnir hafi verið algjört kjaftæði og að margar lygasögur hafi farið á kreik í sumar.

,,Mín brottför hafði ekkert með Erling Haaland að gera,“ sagði Lewandowski í samtali við ESPN.

,,Jafnvel þó eitthvað henti mér ekki þá er sannleikurinn alltaf mikilvægari. Ég vil ekki fara út í smáatriðin um hvað gerðist en ef ég er spurður hvort hann hafi verið ástæðan fyrir því að ég fór er svarið nei. Ég gat ekki séð nein vandamál fyrir mér ef hann kæmi til liðsins.“

,,Sumir vilja hins vegar ekki segja sannleikann og villja eitthvað annasð. Fyrir mig er alltaf mikilvægt að vera skýr og segja satt, það var vesen fyrir suma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Aron Einar út og Brynjólfur kemur inn

Aron Einar út og Brynjólfur kemur inn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“

Baunar á stjörnuna og segir hann ekki velkominn lengur: ,,Ég þarf ekki að vera númer tvö“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

England: Steindautt jafntefli í lokaleik dagsins

England: Steindautt jafntefli í lokaleik dagsins
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Jackson sagður snúa aftur til Chelsea

Jackson sagður snúa aftur til Chelsea
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hefur þénað um 17 milljarða fyrir það eina að vera rekinn úr starfi

Hefur þénað um 17 milljarða fyrir það eina að vera rekinn úr starfi
433Sport
Í gær

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna
433Sport
Í gær

Nkunku farinn frá Chelsea

Nkunku farinn frá Chelsea