fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433Sport

Ekki viðeigandi hegðun hjá Ronaldo – ,,Hann hefur ekki gert nógu mikið“

Victor Pálsson
Laugardaginn 30. júlí 2022 09:00

Cristiano Ronaldo. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Louis Saha, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um stöðu framherjans Cristiano Ronaldo sem leikur með félaginu.

Ronaldo hefur ekki tekið þátt í undirbúningstímabili Man Utd en hann vill komast burt til að spila í Meistaradeildinni næsta vetur.

Það er nýtt verkefni að hefjast á Old Trafford en Erik ten Hag tók við í sumar og er það hans verk að snúa erfiðu gengi liðsins undanfarin ár við.

Saha er hins vegar ekki alveg nógu sáttur með viðhorf Ronaldo í sumar og segir hann ekki hafa sýnt nóg til að afsaka þessa hegðun.

,,Hann hefur verið mjög skýr varðandi það að hann vill fá að fara, annars hefði sagan spilast öðruvísi,“ sagði Saha.

,,Hans einbeiting ætti að vera að hjálpa Manchester United og það virðist ekki vera staða. Hans draumur er augljóslega að spila í Meistaradeildinni og það er ekki hægt að vanvirða það.“

,,Hins vegar hefur hann ekki gert nógu mikið fyrir verkefnið í Manchester og fyrir nýja stjóra liðsins, þetta er ekki frábært.“

,,Undirbúningstímabilið er fyrir alla leikmenn, ég þekki ekki hans persónulegu vandamál en ég tel ekki að það sé viðeigandi að byrja nýtt verkefni svona með nýjum stjóra.“

,,Hann er enn toppleikmaður og getur hjálpað liðinu mikið. Þess vegna vill Man Utd halda honum en hann hefur ekki sýnt rétt viðhorf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag

Stuðningsmenn Liverpool hugsi eftir að Trent birti þessa mynd í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“

Óskar Hrafn opnar sig um veikleika og styrkleika sína – „Einfaldasta leiðin til að lýsa því er að ég vil alltaf falla á eigið sverð“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool

Þessir þrír öflugu leikmenn sterklega orðaðir við Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði

Íhuga óvænt að sparka Martinez – Eftirsóttur maður á blaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að

Látinn víkja úr hótelherbergi sínu – Frægur einstaklingur þurfti að komast að
433Sport
Í gær

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans

Eiður Smári þekkir staðinn vel og botnar ekkert í ákvörðun hans
433Sport
Í gær

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli

Gjörbreytt útlit stjörnunnar vekur athygli