Jorge Mendes, umboðsmaður Cristiano Ronaldo, hefur rætt við Sporting í Portúgal um að koma leikmanninum hugsanlega þangað. The Athletic segir frá því.
Ronaldo ólst upp hjá Sporting. Liðið leikur í Meistaradeild Evrópu á komandi leiktíð, eitthvað sem Ronaldo þráir að gera.
Portúgalinn hefur verið mikið í umræðunni undanfarið. Hann vill komast frá Manchester United, ári eftir að hann gekk til liðs við félagið. Liðið olli vonbrigðum á síðustu leiktíð og hafnaði í sjötta sæti. Man Utd spilar því ekki í Meistaradeildinni á komandi leiktíð.
Ruben Amorim, stjóri Sporting, er þó efins um að fá Ronaldo, þar sem ´það myndi krefjast þess að leikskipulagi liðsins yrði breytt mikið.
Að fá hinn 37 ára gamla Ronaldo myndi þó bjóða upp á mörg markaðstengd tækifæri fyrir Sporting.
Ronaldo hefur verið orðaður við fjölda félaga í sumar. Það er þó eins og ekkert þeirra sé til í að taka sénsinn á því að fá hann.