fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

For­setinn sér sig til­neyddann til að svara fyrir sögu­sagnir um Ron­aldo – ,,Bók­staf­lega ó­mögu­legt fyrir hann“

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 26. júlí 2022 19:16

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enrique Cerezo, forseti spænska úrvalsdeildarfélagsins Atletico Madrid hefur séð sig tilneyddann til þess að svara fyrir sögusagnir sem hafa farið á flug þess efnis að Cristiano Ronaldo sé mögulega á leið til félagsins.

Enrique segir ekkert til í þessum sögusögnum en á dögunum bárust af því fréttir að stuðningsmenn Atletico Madrid væru ekkert alltof sáttir með að fá Ronaldo, fyrrum leikmann erkifjendanna í Real Madrid, til liðs við sig.

,,Ég veit ekki hver fann upp á þessari sögu um Cristiano Ronaldo til Atletico Madrid. Þetta er ekki satt,“ lét Enrique Cerezo, forseti Atletico Madrid hafa eftir sér.

,,Það er bókstaflega ómögulegt fyrir hann að koma hingað,“ bætti Enrique við El Partidazo de COPE.

Ronaldo mætti í dag á æfingasvæði Manchester United í fyrsta skipti á undirbúningstímabilinu. Með honum í för var umboðsmaður hans Jorge Mendes.

Undanfarnar vikur hefur verið greint frá því að Ronaldo vilji losna frá United aðeins tæpu ári eftir að hafa gengið til liðs við félagið á ný. Ronaldo vill spila í Meistaradeild Evrópu, eitthvað sem Manchester United getur ekki lengur fært honum.

Hann hefur verið orðaður við nokkur stórlið, þar á meðal Chelsea, Bayern Munchen, Napoli og Atletico Madrid.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi

Gætu losað Sancho fyrr – Áhugi frá hans fyrrum félagi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius

Real Madrid setur sig í stellingar þar sem illa gengur að semja við Vinicius
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Lygilegar sögusagnir um leikmann Barcelona

Lygilegar sögusagnir um leikmann Barcelona
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London

Ítalski risinn vill sækja framherjann stæðilega frá London
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hilmar McShane ráðinn til Vals

Hilmar McShane ráðinn til Vals
433Sport
Í gær

Sérfræðingur hefur þetta að segja um dóminn umdeilda í gær

Sérfræðingur hefur þetta að segja um dóminn umdeilda í gær
433Sport
Í gær

Vonast til að verða ungu fólki innblástur eftir að hafa gengið í gegnum hörmungar á Old Trafford

Vonast til að verða ungu fólki innblástur eftir að hafa gengið í gegnum hörmungar á Old Trafford