fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

,,Vil bara sýna fólki að ég get spilað fyrir þetta félag“

Victor Pálsson
Mánudaginn 25. júlí 2022 21:59

Eden Hazard og Thibaut Courtois / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, vildi ekki tjá sig mikið um möguleg skipti í bandarísku MLS-deildina er hann ræddi við ESPN um framtíðina.

Hazard er alveg ákveðinn í því að sanna sig næsta vetur en hann hefur upplifað þrjú erfið ár hjá Real eftir mjög góða tíma hjá Chelsea á Englandi.

Meiðsli hafa spilað stórt hlutverk hjá Hazard á Spáni en hann hefur einnig verið ásakaður um að sýna lítinn metnað í spænsku höfuðborginni.

Lið í MLS-deildinni eru að fylgjast með gangi mála og vonast til að fá Hazard í sínar raðir ef hann ákveður að yfirgefa Real.

,,Ég er ekki að hugsa of mikið um það, ég er einbeittur að þessu verkefni,“ sagði Hazard við ESPN.

,,Þetta hafa verið þrjú erfið ár fyrir mig svo ég er bara einbeittur að þessu tímabili. Ég er enn samningsbundinn til tveggja ára og svo sjáum við til. Eftir tvö ár verð ég 33 ára gamall og við sjáum hvað gerist.“

,,Ég vil sýna fólki að ég get spilað fyrir þetta félag. Ég hef ekki spilað mikið undanfarint tímabil svo ég vil bara ná að sýna mitt besta, það er það eina sem ég vil“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum