fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Kristján heldur því fram að FH og KR eigi lítið af peningum

433
Mánudaginn 25. júlí 2022 17:00

Kristján Óli Sigurðsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sparkspekingurinn Kristján Óli Sigurðsson segir að tvö af stærstu félögum Íslands í fótboltanum eigi lítið af peningum í bankabókinni.

Þetta kom fram í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í dag. „Það er vesen á tveimur risaliðum í Bestu deildinni, það eru FH og KR. Það er lítið til á bankabókinni, það kemur ekki lítið á óvart hjá FH enda ekki í Evrópukeppni, KR búnir sennilega að eyða Evrópupeningum sem þeir fá svo í haust,“ segir Kristján.

Bæði KR og FH hafa verið mikil vonbrigði í Bestu deildinni í sumar en hafa ekki styrkt leikmannahópa sína í glugganum sem lokast á morgun.

„Það er ekki skrýtið að liðin séu ekki að styrkja sig í glugganum því það er ekki til ein einasta króna,“ sagði Kristján Óli.

FH rak Ólaf Jóhannesson úr starfi þjálfara á dögunum en hann fær borgað næstu þrjá mánuðina. „Ég get staðfest það að Óli Jó fékk þriggja mánaða uppsagnarfrest í Krikanum og fékk fyrsta mánuðinn greiddan. Þeir þurfa hafsent en hafa ekki efni á því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“