Damir Muminovic, leikmaður Breiðabliks, ræddi í gær við Stöð 2 um það sem átti sér stað á Kópavogsvelli í vikunni.
Lið Buducnost frá Svartfjallalandi mætti til leiks í Kópavoginn og spilaði við Blika í undankeppni Sambandsdeildarinnar.
Það varð allt vitlaust undir lok leiksins en Svartfellingarnir voru mjög aggressívir í leiknum og fengu tveir að líta rautt spjald sem og þjálfari liðsins.
Leikmenn Buducnost hópuðust að Damir eftir leik og var hann spurður út í af hverju í samtali við Stöð 2.
„Þetta var nú bara fullmikið drama miðað við það sem ég sagði. Ég get lofað því að það var ekkert dónalegt eða neitt þannig. Ég sagði þeim bara að setjast niður þarna á bekknum. Þeir voru fullæstir fyrir minn smekk.“ segir Damir í samtali við Stöð 2.
Breiðablik vann leikinn 2-0 en seinni viðureignin fer fram í Svartfjallalandi þar sem lætin verða eflaust mikil enda blóðheitir stuðningsmenn þar í landi.
„Ég býst bara við alvöru veislu. Þeir reyna örugglega að komast í hausinn á okkur en við þurfum bara að vera pollrólegir. Þetta er dálítið nýtt fyrir okkur á Íslandi að fá svona brjálaða stuðningmenn hingað og leikmenn en ég hef séð þetta áður og þetta truflar mig voða lítið.“