fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Ísak Bergmann skoraði fyrir FCK og Hákon lagði upp – Daníel hetjan í Póllandi

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 21:13

Ísak Bergmann Jóhannesson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru margir Íslendingar í eldlínunni í Skandinavíu í kvöld en leikið var í öllum helstu deildunum.

Ísak Bergmann Jóhannesson komst á blað fyrir FCK sem vann Álaborg, 3-1. Ísak kom inná sem varamaður og gerði þriðja mark liðsins í sigrinum.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og lagði hann að sama skapi upp annað mark liðsins.

Aron Elís Þrándarson kom inná sem varamaður hjá OB sem gerði 2-2 jafntefli við Randers. Aron spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og kom inná er OB var 2-0 yfir.

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF sem vann þá lið Viborg 3-1. Mikael fór af velli á 69. mínútu.

Í Noregi lagði Brynjólfur Andersen Willumsson upp mark fyrir Kristiansund sem gerðii 2-2 jafntefli við Odd.

Samúel Kári Friðjónsson var sá eini sem byrjaði í leik Valerenga og Viking þar sem það fyrrnefnda vann 4-2 sigur.

Patrik Gunnarsson var varamarkvörður Viking í leiknum og kom Brynjar Ingi Bjarnason ekkert við sögu hjá Valerenga.

Í Svíþjóð fékk Valgeir Lunddal Friðriksson að líta gult spjald er Hacken tapaði 2-1 gegn Djurgarden. Valgeir lék allan leikinn.

Davíð Kristján Ólafsson byrjaði í 1-0 sigri Kalmar á Elfsborg þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði með Elfsborg og kom inná á 14. mínútu eftir meiðsli annars leikmanns.

Daníel Leó Grétarsson gerði þá sigurmark Slask Wroclaw í Póllandi sem vann Pogon Szczecin 2-1. Davíð gerði sigurmarkið á 55. mínútu seinni hálfleiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Elías Már til Kína
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi

Manchester United þarf að keppa við peningana í Sádi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum

Stuðningsmenn Arsenal skilja lítið í kaupstefnu félagsins – Eze enn á óskalistanum
433Sport
Í gær

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli

Ný hárgreiðsla Neymar vekur athygli
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“

Cunha um treyjunúmerið: ,,Hugsa fyrst um Wayne Rooney“
433Sport
Í gær

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu

Utan vallar: Eins vont og hugsast gat – Erfitt að sjá Þorstein halda starfinu
433Sport
Í gær

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Í gær

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum