fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Ísak Bergmann skoraði fyrir FCK og Hákon lagði upp – Daníel hetjan í Póllandi

Victor Pálsson
Sunnudaginn 24. júlí 2022 21:13

Ísak Bergmann Jóhannesson. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það voru margir Íslendingar í eldlínunni í Skandinavíu í kvöld en leikið var í öllum helstu deildunum.

Ísak Bergmann Jóhannesson komst á blað fyrir FCK sem vann Álaborg, 3-1. Ísak kom inná sem varamaður og gerði þriðja mark liðsins í sigrinum.

Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og lagði hann að sama skapi upp annað mark liðsins.

Aron Elís Þrándarson kom inná sem varamaður hjá OB sem gerði 2-2 jafntefli við Randers. Aron spilaði síðustu 20 mínútur leiksins og kom inná er OB var 2-0 yfir.

Mikael Neville Anderson var í byrjunarliði AGF sem vann þá lið Viborg 3-1. Mikael fór af velli á 69. mínútu.

Í Noregi lagði Brynjólfur Andersen Willumsson upp mark fyrir Kristiansund sem gerðii 2-2 jafntefli við Odd.

Samúel Kári Friðjónsson var sá eini sem byrjaði í leik Valerenga og Viking þar sem það fyrrnefnda vann 4-2 sigur.

Patrik Gunnarsson var varamarkvörður Viking í leiknum og kom Brynjar Ingi Bjarnason ekkert við sögu hjá Valerenga.

Í Svíþjóð fékk Valgeir Lunddal Friðriksson að líta gult spjald er Hacken tapaði 2-1 gegn Djurgarden. Valgeir lék allan leikinn.

Davíð Kristján Ólafsson byrjaði í 1-0 sigri Kalmar á Elfsborg þar sem Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði með Elfsborg og kom inná á 14. mínútu eftir meiðsli annars leikmanns.

Daníel Leó Grétarsson gerði þá sigurmark Slask Wroclaw í Póllandi sem vann Pogon Szczecin 2-1. Davíð gerði sigurmarkið á 55. mínútu seinni hálfleiks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea

Voru með flugvél klára en hann mætti ekki – Skrifar nú undir hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana

West Ham afþakkaði það að fá Andre Onana
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli

Fluttur úr glæsihúsi sínu og gistir á ódýru hóteli
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho

Tíðindi frá Tyrklandi – Búið að reka Mourinho
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Í gær

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum

Solskjær rekinn í Tyrklandi í kvöld – Töpuðu leik og forsetinn rak hann á staðnum
433Sport
Í gær

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“