fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Enn og aftur kveikir Lukaku í öllu – Nýtt skot hans á Chelsea vekur athygli

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 15. júlí 2022 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Romelu Lukaku er snúinn aftur til Inter. Hann kom á láni frá Chelsea fyrr í sumar. Enska félagið keypti hann fyrir ári síðan á hátt í 100 milljónir punda frá Inter.

Belginn stóð hins vegar engan veginn undir væntingum á Brúnni og fór burt fyrr í sumar.

„Þetta tímabil verður stærsta áskorun mín á ferlinum,“ segir Lukaku.

Hann segir það hafa verið mistök að fara fyrir ári síðan. „Það voru mistök að fara. Nú er ég mjög glaður yfir því að vera kominn í búninginn. Liðið veit hvað það þarf að gera. Þetta verður mjög erfitt tímabil og við þurfum að halda áfram. Ég tók eftir því á Englandi á síðustu leiktíð hversu mikilvægt félag Inter er í heiminum.“

Lukaku elskar borgina. „Mílanó er yndisleg borg. Þess vegna hélt ég íbúðinni minni hér þegar ég fór til Lundúna. Mamma var alltaf að koma hingað og mig langað að snúa aftur líka.“

Það vakti athygli í viðtalinu að Lukaku virtist aðeins skjóta á klefamenninguna hjá Chelsea. „Hér talar enginn illa um aðra. Klefinn er eins og fjölskylda,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nefnir þrjár stjörnur og segist hafa verið í sama gæðaflokki þrátt fyrir engin tækifæri – ,,Þeir voru ekki betri en ég“

Nefnir þrjár stjörnur og segist hafa verið í sama gæðaflokki þrátt fyrir engin tækifæri – ,,Þeir voru ekki betri en ég“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“

Segir Carragher að hætta að orða Liverpool við aðra bakverði – ,,Hjálpið mér í að skapa sömu umræðu sem var í kringumn Mo og Virgil“