Coleen Rooney, eiginkona Wayne Rooney, vill að bróðir sinn fylgist með gangi mála hjá eiginmanninum í Bandaríkjunum.
Rooney er tekinn við sem aðalþjálfari DC United eftir að hafa hætt hjá Derby á dögunum. Rooney lék með DC sem leikmaður frá 2018 til 2020.
Coleen og börn Rooney munu ekki flytja með honum til Bandaríkjanna en þeim leið ekki vel þar síðast.
Þó er Coleen stuðningsrík og áttar sig á því að starfið er stórt tækifæri fyrir Wayne.
Hún vill þó að bróðir sinn sjái til þess að Wayne verði sér ekki til skammar vestanhafs.
Hann hefur oft komið sér í fréttir fyrir neivkæðar sakir, yfirleitt spila áfengi þá stórt hlutverk.
Sjálfur dýrkaði Rooney tíma sinn hjá DC síðast og er glaður með að vera mættur aftur.