Cristiano Ronaldo, Lionel Messi og Karim Benzema eru allir með sama leyndarmálið sem hjálpar þeim að halda sér í formi.
Leyndarmálið er að borða þang.
Ronaldo er leikmaður Manchester United. Hann er að reyna að komast frá félaginu, aðeins ári eftir að hann sneri aftur til þess. Ronaldo átti flott tímabil í fyrra en liðið komst ekki í Meistaradeild Evrópu. Þar vill Ronaldo spila.
Messi fór til Paris Saint-Germain fyrir ári síðan eftir að hafa leikið allan sinn meistaraflokksferil með Barcelona. Börsungar höfðu ekki efni á að halda honum þegar samningur hans rann út síðasta sumar. Gengi Messi með PSG var upp og ofan á hans fyrsta tímabili. Hann varð franskur meistari með liðinu.
Loks leikur Benzema með Real Madrid. Þar fór hann á kostum á síðustu leiktíð þegar liðið varð spænskur meistari, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu eftir dramatískan úrslitaleik við Liverpool.