fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Vandræði í paradís – Eiginkonan og börnin ætla ekki að flytja með Rooney

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. júlí 2022 08:34

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru vandræði í hjónabandi Wayne og Coleen Rooney eftir að hann skellti sér til Bandaríkjanna, þar sem hann er í viðræðum um að taka við liði DC United í MLS-deildinni.

Coleen varð eftir með börn þeirra á Englandi á meðan Wayne fór til Washington.

Wayne spilaði með DC United þegar hann var einn leikmaður frá 2018-2020. Það er ekkert leyndarmál að fjölskyldunni leið ekki mjög vel í bandarísku höfuðborginni. Var Coleen til að mynda með mikla heimþrá.

Heimildamaður breska götublaðsins The Sun segir að Coleen hafi tjáð Wayne að hún muni ekki fara með honum til Bandaríkjanna. Hún vilji þó ekki koma í veg fyrir að hann taki að sér starfið hjá DC United.

Þá segir þessi sami heimildamaður að börn Wayne geti ekki hugsað sér að fara aftur í skóla í Bandaríkjunum. Þau verði því eftir á Englandi hjá móður sinni, taki Wayne starfinu hjá DC.

Rooney hætti sem stjóri Derby á dögunum. Félagið er í miklum fjárhagserfiðleikum.

DC er í vandræðum í Austurhluta MLS-deildarinnar og er í næstneðsta sæti. Hernan Losada var rekinn sem stjóri liðsins í apríl og tók Chad Ashton þá við til bráðabirgða.

Rooney er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester United, þar sem hann er algjör goðsögn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Kostulegt atvik í enska boltanum – Vardy tók flautuna af dómaranum til að bjarga honum

Kostulegt atvik í enska boltanum – Vardy tók flautuna af dómaranum til að bjarga honum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar

Staðfest að Trent fer frítt frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Saka á sér draum

Saka á sér draum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Bayern Munchen er meistari 2025

Bayern Munchen er meistari 2025
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom

Kane var tilbúinn að fagna titlinum áður en skellurinn kom
433Sport
Í gær

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik

England: Manchester United tapaði í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast

Byrjunarlið Chelsea og Liverpool – Sterk lið mætast