fbpx
Mánudagur 05.maí 2025
433Sport

Karólína um lyfjaprófið: ,,Aldrei gott að keppa í 28 gráðum, svitna öllu út og þurfa svo að pissa undir pressu

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 11. júlí 2022 17:34

Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, landsliðskona Íslands í knattspyrnu var bara nokkuð brött degi eftir fyrsta leik Íslands á EM sem endaði með 1-1 jafntefli við Belga. Karólína var tekin í lyfjapróf eftir leik og það átti eftir að setja smá strik í reikninginn fyrir hana.

Karólína talaði við blaðamenn fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag.

,,Það var bara allt í lagi. Maður er vanur þessum lyfjaprófum eftir Meistaradeildina,“ sagði Karólína aðspurð hvernig það hafi verið að fara í lyfjapróf. ,,Það er samt aldrei gott að þurfa keppa í 28 gráðum, svitna öllu út og þurfa svo að pissa undir pressu en engar áhyggjur ég er ekki að fara falla á þessu,“ sagði Karólína í viðtali á æfingu íslenska landsliðsins í dag.

Lyfaprófið setti strik í reikninginn fyrir Karólínu því að hún missti af liðsrútunni eftir leik.

,,Ég fór með Sigga Dúllu og Allý lækni heim þannig ég var bara í góðu umhaldi þarna.“

Leikur gærdagsins fór fram í miklum hita.

,,Ég persónulega hafa frost frekar en svona hita en þetta vandist eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Karólína og vill meina að undirbúningur liðsins í Þýskalandi og Póllandi fyrir EM hafi hjálpað þeim að venjast hitanum.

,,Algjörlega og svo hjálpar það mér líka að vera spila út í Þýskalandi með mínu félagsliði. Það var klárlega mjög heitt á meðan leik okkar við Belga stóð svo ég vona að það verði aðeins kaldara veður á móti Ítalíu.“

Viðtalið við Karólínu í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Landsliðið tapaði gegn Svíþjóð

Landsliðið tapaði gegn Svíþjóð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Ætla að byggja 1400 íbúðir merktar knattspyrnufélagi

Ætla að byggja 1400 íbúðir merktar knattspyrnufélagi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Saka á sér draum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Á skilið að fá skrefið til Arsenal í sumar

Á skilið að fá skrefið til Arsenal í sumar
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri á toppinn

Besta deildin: Vestri á toppinn
433Sport
Í gær

Var ‘svikinn’ af góðvini sínum sem ætlaði að fylgja honum: Var himinlifandi áður en hann fékk fréttirnar – ,,Hann plataði mig“

Var ‘svikinn’ af góðvini sínum sem ætlaði að fylgja honum: Var himinlifandi áður en hann fékk fréttirnar – ,,Hann plataði mig“
Hide picture