fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
433Sport

Rifið í gikkinn ef hann tapar gegn Íslendingunum – ,,Kaldhæðni ef þessi leikhúshringur endi í Víkinni“

Victor Pálsson
Laugardaginn 9. júlí 2022 20:00

©Torg ehf / Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðasti séns Milos Milojevic verður þann 12. júní næstkomandi er Malmö spilar við Víking Reykjavík í undankeppni Meistaradeildarinnar.

Þetta segir Kristján Óli Sigurðsson, einn af sérfræðingum Þungavigtarinnar, en hlaðvarpsþætturinn vinsæli birti nýtt innslag á föstudag.

Milos er fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks en er talinn vera undir mikilli pressu í Svíþjóð eftir erfiða byrjun með stórliði Malmö.

Kristján telur að ef Malmö tekst ekki að slá út Víkinga að þá verði rifið í gikkinn og að Milos verði rekinn.

Einar Guðnason var gestur þáttarins en hann er Víkingur og starfar í Svíþjóð í dag.

,,Það er bara þannig að þegar Milos mætir í Víkina, hann veit það bara að ef hann tapar þessum leik og dettur út þá verður rifið í gikkinn,“ sagði Kristján.

,,Þá fer hann án atvinnu frá Íslandi. Það er bara hashtag Milos out.“

Einar bætir við að það sé ósk Íslendinga að Milos haldi starfinu en samfélagsmiðlarnir tala sínu máli.

,,Við getum bara skoðað samfélagsmiðlana. Því miður því hann er hálfur Íslendingur þannig séð og við viljum hafa hann í svona stóru giggi,“ sagði Einar.

,,Það væri samt svolítil kaldhæðni ef þessi leikhúshringur sem byrjaði á að hann lét reka sig í Víkinni myndi svo enda í Víkinni.“

Hér má nálgast þáttinn í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

United horfir til Mbeumo
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben

Reif fram rúmar 8 milljónir um helgina til þess að fá kvöldstund með Alberti og Gumma Ben
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram

Bendir á reglurna sem kemur í veg fyrir fléttuna sem sett var fram
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar

Keane ráðleggur Arne Slot að styrkja þessar þrjár stöður hjá sér í sumar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku

Blikar staðfesta komu Þorleifs úr atvinnumennsku
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“

Palmer segist ekki vera mikilvægasti leikmaður Chelsea – ,,Allir í liðinu elska hann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar

Vonar að Rashford nái einum eða tveimur leikjum til viðbótar
433Sport
Í gær

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“

,,Hver í andskotanum gerir þetta svo stuttu eftir að hafa lofað því að eyða ævinni með einhverjum?“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri

Besta deildin: Viktor með tvö í góðum sigri