fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Neyddur burt á síðasta klukkutímanum – ,,Sonur minn er í forgangi“

433
Laugardaginn 9. júlí 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danny Drinkwater hefur tjáð sig um mjög erfiða tíma hjá Chelsea en hann er nú loksins farinn frá félaginu.

Drinkwater fékk í raun aldrei alvöru tækifæri hjá Chelsea og þá sérstaklega eftir komu Maurizio Sarri árið 2018.

Drinkwater var í raun neyddur til að skipta um félag eftir komu Sarri og var sagt að fara þegar aðeins klukkutími var eftir af sumarglugganum.

Það tók leikmaðurinn ekki í mál en hann sat í stúkunni næstu mánuði og samdi svo við Burnley á láni í janúar.

Drinkwater spilaði 12 leiki fyrir Chelsea í deild og var einnig lánaður til Aston Villa, Kasimpasa og Reading.

,,Síðasti klukkutími félagaskiptagluggans var hafinn og ég var dreginn inn á skrifstofu, eitthvað sem ég bjóst alls ekki við,“ sagði Drinkwater.

,,Mér var tjáð: ‘Ekki halda að þú verðir hluti af okkar plönum’. Þetta var frá Sarri og var þetta þýtt af Gianfranco Zola. Ég svaraði bara, ha?“

,,Ég spurði af hverju þeir væru að segja mér þetta núna, klukkutíma fyrir gluggalok. Ég þurfti tíma.“

,,Hann svaraði og sagði: ‘Nei, nei, við erum með félög erlendis sem þú getur skoðað.“

,,Ég brást við og nefndi að ég væri með ungan son minn, að hann væri í forgangi. Ég ákvað því að vera um kyrrt þar til í janúar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin