fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Að framlengja við Real og verður fáanlegur fyrir milljarð evra

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 6. júlí 2022 20:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Real Madrid er að framlengja við hinn efnilega Rodrygo en fjölmargir spænskir miðlar greina frá þessu.

Rodrygo skoraði níu mörk fyrir Real í öllum keppnum í fyrra en núverandi samningur hans gildir til 2025.

Rodrygo mun skrifa undir til ársins 2028 og verður kaupákvæði í samningi hans upp á einn milljarð evra.

Það er því ekki mikil hætta á því að Real muni missa Brasilíumanninn sem er ekki sá eini sem Real er að framlengja við.

Vinicius Junior er einnig í viðræðum við Real en hann er einn mikilvægasti leikmaður liðsins í sókninni.

Báðir leikmennirnir spiluðu stórt hlutverk hjá Real á síðustu leiktíð er liðið vann spænsku deildina og Meistaradeildina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“

Þorsteinn segir stress hafa lamað íslenska liðið – „Ég hef svosem ekki fylgst með umræðunni“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur