fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Foreldrar urðu sér til skammar á Akureyri – ,,Til móðurinnar sem kallaði “Tussa” á einu stúlkuna“

433
Laugardaginn 2. júlí 2022 16:06

Mynd: N1 mótið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

N1 mótið í knattspyrnu hefur síðustu daga farið fram á Akureyri. Mótið er einn af hápunktum sumarsins ár hvert hjá ungum knattspyrnuköppum og þar eru allajafna sýnd frábær tilþrif. Tilþrifin virðast hins vegar ekki verið mikil á hliðarlínunni í hópi sumra foreldra sem fylgja börnum sínum á mótið eins og hefur verið varpað ljósi á.

Á samfélagsmiðlinum Twitter hafa birst dæmi um framkomu foreldra á mótinu sem margir hverjir virðast hafa misst algjört stjórn á skapi sínu í hita leiksins og sýnt af sér hegðun sem á ekkert skilt við knattspyrnu. Fjóla Guðjóns varð til að mynda vitni af þessum ummælum föðurs eins leikmanns á N1 mótinu:

,,Við erum ekki að fara raka af okkur bringuhárin og spila eins og stelpur,“ segir Fjóla að einn faðirinn hafi sagt.

Þá setti Akureyringurinn Birkir Örn Pétursson einnig fram dæmisögu af mótinu á Twitter: ,,Til móðurinnar sem kallaði ‘‘tussa“ á einu stúlkuna sem spilaði í drengjaliði hjá KA á N1 mótinu. Ekki fylgja barninu þínu á fleiri mót og leitaðu þér aðstoðar.

Þetta er í 36. sinn sem N1 mótið á Akureyri er haldið og hefur það skipað sér í sess meðal eftirsóttustu íþróttaviðburða ár hvert í yngri flokka starfinu í knattspyrnu. Mótið hófst á miðvikudaginn síðastliðinn og því lýkur í dag. Alls taka 200 lið þátt á mótinu og um 2 þúsund ungar knattspyrnukempur spreita sig.

Aga- og stjórnleysið algert

Styrmir Sigurðsson, spyr í færslu á Twitter hvenær eigi að setja bann á foreldra við að mæta á mót líkt og N1 mótið. ,,Hvenær ætlum við hreinlega að banna foreldra á þessum mótum og leyfa þjálfurunum og krökkunum að njóta sín? Foreldrar drengja í Þrótt neituðu semsagt að spila leikinn við FH því þeim fannst FH vera svo miklir tuddar þegar liðin mættust í riðlinum.“

Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti Reykjavík svarar færslu Styrmis og segir foreldra ekki hafa tekið ákvörðunina hjá Þrótti. ,,En styðja ákvörðunina. Það er jafnframt engin aðtala um ‘‘tuddara.“ Foreldrar Þróttar til fyrirmyndar. Ég hef mætt á þrettán N1 mót. Aldrei séð annað eins. Aga- og stjórnleysið algert.“

Þó má ætla að þrátt fyrir þessar miður skemmtilegu uppákomur hafi ungar knattspyrnukempur náð að láta ljós sitt skína á Akureyri undanfarna daga. Eitthvað sem vegur þyngra en hegðun nokkurra skemmdra epla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“

Segir frá símtali sem hann átti við Óskar Hrafn á föstudag – „Hann sagði að það væri ekki fræðilegur möguleiki“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum

Þynnkan hrellir Liverpool – Gerðist í annað sinn á fimm árum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Wenger segir að United og Tottenham eigi ekki að fá Meistaradeildarsæti

Wenger segir að United og Tottenham eigi ekki að fá Meistaradeildarsæti
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti

Óska eftir því að fá Trent fyrr – Getur enn spilað á HM þó svo að Liverpool neiti
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“

Lýsir viðbrögðum Arnars er hann horfði á sitt fyrrum lið með berum augum um helgina – „Átti ekki til orð“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland vann og tryggði efsta sætið

Ísland vann og tryggði efsta sætið