fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Björn dregur fram staðreyndir – Karlar fá sextán sinnum meiri pening en konur

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 1. júlí 2022 10:30

Björn Berg Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Evrópumót kvenna í knattspyrnu verður haldið á Englandi nú í júlí. Íslenska landsliðið mætir til leiks með sterkari hóp en nokkru sinni fyrr og útlit er fyrir að um verði að ræða eitt umfangsmesta og glæsilegasta stórmót í knattspyrnu kvenna sem haldið hefur verið.“ Svona hefst pistill Björns Berg Gunnarssonar, deildastjóra Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka, á Vísi um fjármálahlið lokakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu. Mótið hefst í næstu viku.

Íslenska liðið er í riðli með Belgum, Ítölum og Frökkum á mótinu. Mikil bjartsýni er í landanum fyrir mót þar sem Ísland þykir tefla fram afar sterku landsliði í ár.

Greiðslur tvöfaldast
Það er ljóst að peningar á lokakeppni stórtmóts í kvennaflokki hafa aldrei verið meiri, líkt og lesa má í pistli Björns. Þar kemur meðal annars fram að greiðslur til þátttökuliða á mótinu muni ríflega tvöfaldast frá síðasta Evrópumóti.

„Á EM 2017 fengu knattspyrnusambönd þáttökuþjóðanna 69 milljónir króna að meðaltali millifærðar frá UEFA vegna þátttöku á mótinu. Nú verður þessi fjárhæð tvöfölduð í 138 milljónir. Ekkert hefur verið gefið upp um hvort leikmenn íslenska liðsins fái hluta þeirra greiðslu,“ skrifar Björn.

„Þar að auki munu félagslið leikmanna fá í það minnsta 1,4 milljónir króna fyrir þátttöku hvers leikmanns, en greiðslan eykst örlítið fyrir hvern leik sem landsliðið spilar umfram leiki í riðlakeppni mótsins. Valur og Bayern Munchen eiga því sem dæmi von á ríflega 4 milljónum króna, Breiðablik 2,8 milljónum og Selfoss 1,4, svo dæmi séu tekin.“

Hann segir einnig frá því að í fyrsta sinn verði greitt sérstaklega fyrir sigur og jafntefli í riðlakeppni mótsins.

Enn langt í karlana
Það er þó enn langur vegur í að peningar á stórmóti kvenna í fótbolta nálgist upphæðirnar karlamegin, líkt og Björn skrifar. „Fari svo að Ísland verði Evrópumeistari í sumar og sigri alla sína leiki á mótinu mun Knattspyrnusamband Íslands eiga von á 288 milljónum króna í verðlaunafé. Ítalska karlalandsliðið, sem vann alla sína leiki á EM 2020, hlaut þó að launum 4,7 milljarða króna, 16 sinnum hærri fjárhæð og meiru en sem nemur heildarverðlaunafé allra Evrópumóta kvenna frá upphafi, að 2022 meðtöldu.“

Þá mun áhorf á leiki EM að öllum líkindum stóraukast frá síðasta móti, bæði á vellinum og í sjónvarpinu. „Væntingar standa til um að fleiri en 15.000 áhorfendur sæki leiki mótsins að meðaltali, sem eru tvöfalt fleiri en þeir 7.743 sem sáu leiki EM 2017.“

„Mest verður áhorfið þó að sjálfsögðu í sjónvarpinu og þar er kvennaboltinn sömuleiðis í miklum vexti. Sá vöxtur er mikilvægur fyrir framtíð stórmóta kvenna í knattspyrnu, þar sem aukið áhorf skilar hærri fjárhæðum vegna kaupa á sjónvarpsrétti og auglýsingum.“

Framtíðin björt
Björn segir framtíðina bjarta. „Undanfarin ár hefur átt sér stað bylting á fjármálahlið kvennaknattspyrnu í Evrópu. Síðustu stórmót hafa verið af allt annarri stærðargráðu og vakið mun meiri athygli en á árum áður og þá hefur atvinnumennska í álfunni stóraukist. Ein helsta breytingin, sem við munum vafalaust taka eftir á EM í sumar, er að viðhorf yfirvalda knattspyrnunnar í álfunni, UEFA, virðist hafa breyst. Það er örstutt síðan stórmót voru haldin á gervigrasi og ekkert verðlaunafé var greitt.“

„Framtíð fjármálahliðar Evrópumóta kvenna er björt, því allt vinnur þetta saman. Eftir því sem mótunum er gert hærra undir höfði munu þau vekja meiri athygli. Meiri athygli fylgja hærri fjárhæðir og veglegri greiðslur til þátttakenda auk meiri tekna fyrir UEFA. Hjá sambandinu eru peningar upphafið og endir alls og munu auknar tekjur af EM kvenna hvetja UEFA til að ýta undir enn frekari vöxt.“

Lesa má pistilinn í heild hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn

Stelpurnar í fríi síðdegis – Sveindís og Holding sáust á rölti um miðbæinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp

Halla heimsótti hótel Stelpnanna okkar – Hrósað fyrir að lyfta liðinu upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö

Glódís varð eftir uppi á hóteli – Bjartsýni fyrir leik tvö
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur

Birta fyrstu myndina af bílnum eftir slysið – Talið að dekkið hafi sprungið á bíl Diogo Jota við framúrakstur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“

Gagnrýna vinnubrögð KSÍ í Sviss – „Þetta er klár­lega eitt­hvað sem við fjöl­miðlamenn mynd­um vilja breyta“
433Sport
Í gær

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum