fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Myndir af Jesus í treyju Arsenal leka á netið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. júní 2022 11:01

Jesus og frú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt er klappað og klárt og búast má við að Arsenal kynni Gabriel Jesus til leiks í dag. Myndir af Jesus í treyju númer 9 að labba á Emirates leka á netið.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, ásamt mönnum á bakvið tjöldin hjá félaginu, tókst á dögunum að krækja í Fabio Vieira frá Porto. Þá er markvörðurinn Matt Turner kominn til félagsins. Líklegt er að hann verði varamarkvörður á Emirates.

Þá er Arsenal við það að ganga frá kaupum á Gabriel Jesus frá Manchester City á 45 milljónir punda.

Arsenal er að styrkja lið sitt töluvert en Jesus var ofarlega á óskalista félagsins fyrir sumarið enda félagið ekki með marga kosti í fremstu línu.

Jesus er öflugur framherji frá Brasilíu sem náði aldrei að verða fastamaður í liði City. Hann þekkir vel til Arteta sem var áður aðstoðarþjálfari City.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“

Þorsteinn tjáir sig um ummæli Jóns Dags – „Hann er sonur minn, auðvitað ertu að verja fjölskylduna þína“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina

Bruno og Dalot fá lengra frí til að ná áttum eftir helgina