fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Fjölmargir mótmæla nýjum styrktaraðila Everton – Stærsti samningurinn frá upphafi

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 29. júní 2022 20:30

(Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir 20 þúsund manns hafa skrifað undir lista sem mótmælir nýjum stuðningsaðila Everton, Stake, sem mun sjást á treyjum félagsins næsta vetur.

Everton skrifaði undir samning við Stake í sumar en um er að ræða veðmálafyrirtæki sem er ástæðan fyrir því að margir eru ósáttir.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Everton fær gagnrýni fyrir val á styrktaraðila en félagið var áður í samstarfi við Chang sem er bjórframleiðandi frá Asíu. Chang sást á búningum Everton í heil 13 ár.

,,Þið eruð að selja sál klúbbsins,“ segir einn stuðningsmaður Everton en yfir 20 þúsund manns hafa mótmælt þessum samningi Stake og Everton.

Þetta er stærsti samningur sem Everton hefur gert frá upphafi og mun félagið þéna 370 milljónir punda yfir þrjú tímabil.

Veðmálafíkn er mikið vandamál á Englandi og á Bretlandsleyjum og er það augljós ástæða fyrir því að margir taka ekki vel í þennan samning.

Afar litlar líkur eru á því að þessi mótmæli muni skila árangri en einhverjir hafa nú þegar reynt að setja sig í samband við enska knattspyrnusambandið og breska ríkið vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina