fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Það eina sem Arsenal er með ekki nóg – ,,Hann kæmist ekki í liðið hjá Fulham“

Victor Pálsson
Mánudaginn 27. júní 2022 18:27

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, hefur skotið föstum skotum á framherjann Eddie Nketiah sem skrifaði nýlega undir nýjan samning við félagið.

Sóknarmaðurinn Nketiah hefur skorað 23 mörk í 92 leikjum síðan hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Arsenal árið 2017.

Nýlega gerði Nketiah nýjan fimm ára samning við Arsenal og mun reyna að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið á næstu leiktíð.

Merson telur að Nketiah sé alls ekki nógu góður til að leiða framlínu Arsenal sem er að tryggja sér Gabriel Jesus frá Manchester City.

,,Það eina sem Arsenal er með í fremstu víglínu núna er Eddie Nketiah sem framlengdi nýlega þegar það leit út fyrir að hann væri á förum,“ sagði Merson.

,,Ég vil ekki vanvirða Nketiah en Mikel Arteta verður að átta sig á því að hann kemur þér ekki í topp fjóra, það eru engar líkur á því. Það er staðreynd.“

,,Nketiah getur ekki leitt framlínu liðs sem vill komast í Meistaradeildina. Hann kemst ekki í lið Everton fyrir framan Dominic Calvert-Lewin og Richarlison og þeir voru nálægt því að falla.“

,,Hann kemst ekki í liðið hjá Fulham þar sem Aleksandr Mitrovic ræður ríkjum og þeir voru að komast upp. Ég er ekki að ráðast á hann en hann kemur þér ekki í topp fjóra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot