fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið þegar unnustan las yfir Foden – Hélt framhjá á Íslandi

433
Mánudaginn 27. júní 2022 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndband af því þegar unnustan las yfir Phil Foden leikmanni Manchester City á ströndinni er komið í umferð. Parið er í Grikklandi ásamt fjölskyldu.

Myndband náðist af Foden og kærustu hans, Rebecca Cooke, þar sem þau rifust heiftarlega á ströndinni áður en sá fyrrnefndi stormaði að lokum burt í reiðiskasti.

Ástæðan fyrir rifrildinu er að Rebecca stalst í síma Foden á meðan hann skrapp í sjóinn og gerði hún það í leyfisleysi. Rebecca hefur séð eitthvað í símanum og var virkilega reið en atvikið náðist upp á myndband sem var sent á enska miðla.

,,Heldurðu að ég sé fáviti?“ öskraði Rebecca á Foden í rifrildinu en öryggisverðir voru kallaðir á staðinn stuttu seinna.

,,Hann fór að synda og hún stalst í símann hans og snöggreiddist. Þau rifust heiftarlega á ströndinni áður en öryggisverðir blönduðu sér í máli,“ er haft eftir vitni í samtali við the Sun.

Foden stormaði burt en stuttu seinna hófst rifrildið aftur við bar staðarins á meðan öryggisverðir fylgdu þeim burt.

Það ríkir ekki mikið traust þarna á milli eftir að Foden hélt framhjá kærustu sinni í landsliðsferð með Englandi hér á Íslandi árið 2020.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot