fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

Níu ára lýsir hremmingum og lögregluofbeldi í París – „Hélt að lögreglan ætti alltaf að hjálpa fólki“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 20. júní 2022 14:00

Fyrir utan Stade De France á leikdegi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um helgina birtist grein á vef The Athletic þar sem rætt var við unga stuðningsmenn sem staddir voru á Stade De France á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Þar vann Real Madrid lið Liverpool.

UEFA hefur fengið harða gagnrýni fyrir skipulag leiksins. Fjöldi fólks komst inn án miða og troðningur myndaðist. Lögregla beitti þá táragasi á saklausa vallargesti. Bæði UEFA og yfirlögreglan í París hafa viðurkennt mistök.

„Ég hélt að ein­hvers­konar sprengja hefði sprungið. Ég var hræddur vegna þess að ég gat ekki andað eðli­lega, þetta er eitt­hvað sem ég hafði aldrei upp­lifað áður. Hver stóð á bak­við þetta? Pabbi sagði lög­reglan og ég varð enn hræddari vegna þess að ég hélt að lög­reglan ætti alltaf að hjálpa fólki,“ sagði hinn níu ára gamli Carlos um upplifun sína af leiknum.

„Ég skildi ekki al­menni­lega hvað hafði átt sér stað fyrr en pabbi sagði mér það nokkrum dögum seinna. Ég setti Liver­pool trefilinn minn yfir vitin, góð kona kom síðan til mín með and­lits­grímu og vatn. Mig sveið svo í augun og grét mikið.“

Táragassprengja lenti rétt hjá Carlosi og pabba hans. „Hann datt og ég varð hræddur, vildi bara komast heim til mömmu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot