fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Skorar á forsetann að sækja besta varnarmann heims – ,,Hann verður varamaður“

433
Fimmtudaginn 16. júní 2022 22:30

Gerard Pique (Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerard Pique, leikmaður Barcelona, hefur skorað á forseta félagsins, Joan Laporta, um að fá inn besta varnarmann heims í sumar.

Barcelona mun væntanlega styrkja varnarlínuna í sumar en Pique er handviss um að hann muni halda sæti sínu þrátt fyrir það.

,,Ef þú þorir, taktu besta varnarmann heims og hann kemur til að vera varamaður,“ á Pique að hafa sagt við Laporta samkvæmt Sport.

Pique er mjög kokhraustur og óttast alls ekki að missa sæti sitt í byrjunarliðinu þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára gamall.

Laporta er sagður hafa sagt Pique að varnarmaður væri á leiðinni og svaraði Pique þeirri staðreynd með þessu svari.

Andreas Christensen er líklega á leið til félagsins og kemur á frjálsri sölu frá Chelsea.

Kalidou Koulibaly hjá Napoli er einnog orðaður við liðið og gæti tekið stöðu Pique sem spilaði 39 leiki í öllum keppnum í vetur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum