fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Hissa er hann var handtekinn fyrir morðhótanir í garð fyrrum stórstjörnu

433
Sunnudaginn 12. júní 2022 18:15

Willian í leik með Chelsea.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Brasilíu hefur handtekið 21 árs gamlan mann sem sendi morðhótanir á Willian, fyrrum leikmanni Arsenal og Chelsea.

Willian er enskum knattspyrnuaðdáendum kunnur en hann gerði garðinn frægan með Chelsea áður en hann hélt til Arsenal í stuttan tíma.

The Mirror greinir nú frá því að Willian hafi leitað til lögreglunnar í heimalandinu eftir mörg viðbjóðsleg skilaboð á samskiptamiðlum.

Willian leikur nú með Corinthians í heimalandinu en í þessum skilaboðum var honum hótað lífláti með bæði hníf og skotvopni.

Maðurinn hótaði einnig að skaða tvær dætur leikmannsins og eiginkonu og hafði hann engra kosta völ en að leita til lögreglunnar.

Samkvæmt lögreglunni í Brasilíu bjóst maðurinn ekki við að Willian myndi taka þessum ásökunum alvarlega og var því furðu lostinn er handtakan átti sér stað.

Það fyllti mælinn hjá þessum 33 ára gamla fyrrum brasilíska landsliðsmanni þegar ofbeldismaðurinn hótaði því að dætur hans væru ekki öruggar í skólanum og væru í lífshættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar

Guardiola vill hollenskan miðjumann í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar

Hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá Liverpool í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“

Segir frá einkennum af hræðilegri flensu sem hann fékk á dögunum – „Ég hélt að á næstu mínútum myndi ég bara deyja“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe

Brjálaður á Bernabeu og vill burt – Pirraður á komu Bellingham og Mbappe
433Sport
Í gær

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist

Amorim hótar að hætta – Mourinho líklegastur til að taka við ef það gerist
433Sport
Í gær

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það

Viðbúið að viðbrögðin yrðu svona og Trent þarf að takast á við það