Manchester City er farið að setja meiri kraft í það að fylgjast með stöðu mála hjá Bukayo Saka og láta vita af áhuga sínum.
Saka á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal en viðræður um nýjan og betri samning hafa ekki borið árangur.
Saka er tvítugur enskur kantmaður og vitað er að Pep Guardiola hefur mikið dálæti á kappanum.
Liverpool hefur einnig sýnt áhuga en ensk blöð segja að City sé farið að setja meiri kraft í það að láta vita af áhuga sínum.
Ólíklegt er að Arsenal selji Saka í sumar en ef ekkert þokast í viðræðum er félagið í vondri stöðu eftir ár þegar Saka mun aðeins eiga ár eftir af samningi sínum.