fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Óvíst hver þjálfar liðið á HM vegna ásakanna um heimilisofbeldi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 7. júní 2022 08:25

Ryan Giggs

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvíst er hvort Robert Page eða Ryan Giggs verði þjálfari Wales þegar liðið stígur sinn fyrsta dans á Heimsmeistaramótinu í Katar í nóvember.

Wales tryggði sér síðasta sætið á þetta stærsta svið fótboltans um helgina, Wales vann þá sigur á Úkraínu í umspili.

Page hefur stýrt liði Wales frá því í nóvember árið 2020 en þá var Giggs handtekinn grunaður um að hafa lamið unnustu sína. Page var aðstoðarmaður Giggs.

Mál Giggs verður tekið fyrir í byrjun ágúst en hann hafnar öll þeim ásökunum sem á hann eru bornar. Knattspyrnusambsands Wales bíður eftir niðurstöðu í málinu.

Lögregla var kölluð til á heimili Giggs og Kate Greville í úthverfi Manchester í nóvember árið 2020 og var Giggs handtekinn á heimili sínu. Greville sakar hann um gróft líkamlegt ofbeldi.

Ensk blöð segja að lætin þeirra á milli hafi byrjað þegar hún ásakaði Giggs um að vera að halda framhjá sér og að konurnar væru tvær sem hann væri að hitta.

Framhjáhald væri ekki nýtt af nálinni í lífi Giggs. Giggs og Greville hafa verið saman síðustu ár en Giggs gekk í gegnum skilnað árið 2013 eftir að upp komst um framhjáhald hans til margra ára. Giggs hafði þá verið að sofa hjá eiginkonu bróður síns í átta ár.

Ensk blöð segja að Greville hafi komist í skilaboð í Ipad í eigu Giggs sem var tengdur við síma hans, þar gat hún skoðað skilaboð frá stelpum og er talað um að talsvert hafi verið daðrað í þeim skilaboðum. Greville þekkir konurnar, önnur starfar sem aðstoðarmanneskja knattspyrnumanna í London og hin er fyrirsæta sem bjó nálægt þeim í Manchester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag

Þrír miðverðir United mættu ekki á æfingu í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn

Segir að United verði að losa sig við tíu leikmenn í sumar og nefnir nokkur nöfn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“

Segir frá spurningum sem hann fékk frá Bonnie Blue – „Ég væri í fangaklefa ef ég myndi tala svona“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel

Viðræður um Cunha ganga virkilega vel
433Sport
Í gær

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“

Gat ekki orða bundist eftir ógeðfellda hegðun stuðningsmanna Stjörnunnar – „Og börnin syngja með“
433Sport
Í gær

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar

Gæti tekið áhugavert skref út fyrir landsteinana í sumar