fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Þjóðadeildin: Belgía steinlá fyrir Hollandi – Varamaðurinn hetjan er Danir unnu Frakka

Ísak Gabríel Regal
Föstudaginn 3. júní 2022 20:46

Memphis Depay / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjóðadeildin heldur áfram að rúlla en tveir stórleikir voru á dagskrá í kvöld þegar Belgar tóku á móti Hollendingum og Danmörk og Frakkland mættust í París.

Tottenham maðurinn Steven Bergwijn kom Hollendingum í forystu á 40. mínútu eftir sendingu frá Frenkie de Jong. Hollendingar skoruðu svo þrjú mörk á fimmtán mínútna kafla í síðari hálfleik. Memphis Depay kom gestunum í 2-0 á 51. mínútu áður en Denzel Dumfries bætti við þriðja markinu ellefu mínútum síðar.

Memphis Depay skoraði annað mark sitt og fjórða mark Hollendinga á 66. mínútu. Michy Batshuayi skoraði sárabótarmark fyrir Belga á þriðju mínútu uppbótartíma og lokatölur 4-1.

Karim Benzema kom Frökkum yfir gegn Dönum á 51. mínútu með glæsilegu marki eftir markalausan fyrri hálfleik. Andreas Cornelius kom inn á sem varamaður á 59. mínútu og jafnaði metin fyrir Dani níu mínútum síðar eftir sendingu frá Pierre-Emile Hojbjerg.

Cornelius tryggði Dönum svo stigin þrjú á 88. mínútu þegar hann hamraði boltann framhjá Hugo Lloris í marki Frakka og lokatölur í París 2-1 sigur Dana.

Þá vann Austurríki óvæntan 3-0 útisigur gegn Króatíu í fyrsta leik Ralf Rangnick sem knattspyrnustjóri austurríska liðsins. Marko Arnatovic, Michael Gregoritsch og Marcel Sabitzer gerðu mörkin í leiknum.

Í öðrum leikjum dagins í Þjóðadeildinni vann Kasakstan 2-0 sigur gegn Azerbaijan. Lettland vann Andorra með þremur mörkum gegn engu. Slóvakía vann 1-0 útsigur gegn Hvíta-Rússlandi og Liechtenstein tapaði 2-0 gegn Moldóvu á heimavelli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt

Arsenal ekki til í að borga uppsett verð en vilja láta leikmenn fara sem skiptimynt
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“

Leikmenn fengu aftur frí – „Þetta var ótrúlega erfitt andlega“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“

KSÍ tók ákvörðun í desember – „Ekki alltaf skemmtilegt“
433Sport
Í gær

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu

Rashford mætti á æfingasvæði United en fær ekki að vera nálægt liðinu
433Sport
Í gær

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið