fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Segir það taktíska ákvörðun að láta Ronaldo byrja á bekknum í gærkvöldi – ,,Snýst ekkert um gæði Ronaldo“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 3. júní 2022 08:57

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fernando Santos, landsliðsþjálfari Portúgal var spurður út í þá ákvörðun sína að láta Cristiano Ronaldo, leikmann Manchester United og markahæsta leikmann Portúgal byrja leikinn gegn Spánverjum í Þjóðadeild UEFA í gærkvöldi á bekknum. Þjálfarinn segir það hafa verið taktíska ákvörðun.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en staðan var 1-0 fyrir spánverjum þegar að Ronaldo var kynntur til leiks á 60. mínútur. Portúgalir náðu síðan að jafna leikinn á 82. mínútu með marki frá Ricardo Horta.

,,Cristiano Ronaldo? Þeir spyrja oft hvers vegna hann er í byrjunarliðinu, þetta er milljón dollara spurningin. Ég taldi það betra fyrir þennan leik að byrja með þá leikmenn sem byrjuðu,“ sagði Santos við Reuters eftir leik Portúgal og Spánar.

Hann segir ákvörðunina taktíska. ,,Þetta var bæði tæknileg og taktísk ákvörðun fyrir leikinn. Fyrir mér var þetta besta lausnin miðað við það hvernig við vildum spila og nálgast þennan leik. Þetta snýst ekkert um gæði Ronaldo, bara alls ekki.“ 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park

England: Grealish með tvær stoðsendingar í sigri – Jafnt á Selhurst Park
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum

Byrjunarlið Fulham og Manchester United – Sesko á bekknum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Staðfestir nýjan samning

Staðfestir nýjan samning
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes

Enn eitt félagið sagt undirbúa risatilboð í Fernandes
433Sport
Í gær

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik

Kom inná 15 ára gamall og fiskaði víti í fyrsta leik
433Sport
Í gær

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar