fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Ráðist á leikmann Tottenham með byssu í nótt – Fjölda skota var hleypt af

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 3. júní 2022 13:07

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Emerson Royal einn af bakvörðum Tottenham lenti í óskemmtilegri reynslu þegar ráðist var á hann með byssu á næturklúbb í heimalandinu, Brasilíu.

Lögreglan hleypti af skotum en atvikið átt sér stað árla morguns. Fjallað er um málið í Brasilíu.

Royal sem er 23 ára gamall var að ganga út af næturklúbbnum þegar ráðist var á hann með byssu. „Glæpamennirnir réðust á hann með byssu og báðu um úrið hans og aðra hluti,“ segir faðir Emerson sem var með í för.

„Þegar glæpamaðurinn sá gæsluna þá fór hann að skjóta á þá og við fórum í felur. Þetta gerðist hratt og ég man ekki mikið.“

Lögreglumaður sem var ekki á vakt sá hvað gerðist og reif upp byssuna og skaut á árásarmanninn. Emerson slapp ómeiddur frá árásinni.

Emerson og faðir hans fór á lögreglulstöðina eftir atvikið og gáfu skýrslu um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur