fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
433Sport

Ekki í neinu skapi til að giftast Carroll á morgun en ætlar að láta sig hafa það

433
Föstudaginn 3. júní 2022 14:00

Carroll og Billi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Billi Mucklow hefur tekið ákvörðun um að giftast knattspyrnukappanum Andy Carroll þrátt fyrir bresti í sambandi þeirra. Carroll var gómaður með tveimur konum í rúmi sínu í steggjaferð sinni í Dúbaí. Vinur hjónanna segir Billi þó ekki í neinu skapi til að gifta sig um helgina.

Fjölskylda Mucklow hefur samkvæmt ráðlagt henni að fresta giftingunni en þau ganga í það heilaga á laugardag. Mucklow ætlar að gefa Carroll tækifæri.

Fyrir helgi birtu ensk blöð mynd úr steggja ferð Carroll í Dúbaí, þar lagðist hann í rúmið með annari konu.

Enski framherjinn sem var að yfirgefa West Brom er að fara að giftast Mucklow en hann lagðist til rekkju með Taylor Jane Wilkey sem sér um skemmtistaði og vinkonu hennar.

„Billi er ekki í neinu skapi til að gifta sig. Hún er niðurbrotin vegna hegðunar hans og veit að þetta skyggir á stóra daginn,“ segir náinn vinur hennar við ensk blöð.

„Það hefur tekið ár að undirbúa þetta og hún hefur lagt mikið á þetta. Hún veit að hegðun Andy verður á allra vörum, þetta er niðurlægjandi fyrir hana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur