fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Mark undir lokin sá til þess að Ísland og Ísrael skildu jöfn

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 2. júní 2022 20:41

Þórir Jóhann Helgason skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í kvöld / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland gerði í kvöld 2-2 jafntefli gegn Ísrael á útivelli í fyrstu umferð B-deildar Þjóðadeildar UEFA. Ísland var yfir lengi vel í leiknum en mark undir lok leiks frá Ísrael sá til þess að liðin skiptu með sér stigunum.

Ísraelar náðu forystunni á 25. mínútu og varnarleikur Íslands í aðdragandanum ekki upp á marga fiska. Ísraelsmenn komust alltof auðveldlega upp vinstri kantinn  þar sem Manor Solomon átti að lokum fyrirgjöf sem Liel Abada átti ekki í vandræðum með að koma í markið.

Íslenska liðið hressist eftir að hafa fengið markið á sig.

Arnór Sigurðsson komst í stöðuna einn á móti markmanni nánast í næstu sókn eftir að Ísraelar höfðu skorað eftir frábæra stungusendingu frá Hákoni Arnari. Markmaðurinn fór í Arnór eftir að hann hafði skotið að marki en dómari leiksins sá ekkert athugavert við atvikið og dæmdi því ekki vítaspyrnu.

Áhlaupið hélt áfram hjá íslenska liðinu því að á 34. mínútu fékk Jón Dagur Þorsteinsson flott færi og átti frábært skot að marki en Ofir Marciano, markvörður Ísraela var vandanum vaxinn.

Pressa Íslendinga hélt áfram og einhvað hlaut að láta undan. Á 42. mínútu barst boltinn til Jóns Dags úti á vinstri kantinum. Hann átti hættulega sendingu inn á teig sem markvörðir Ísraela varði út í teig. Bolti lenti fyrir Þóri Jóhann Helgason sem kom honum af miklu öryggi í markið, hans fyrsta mark fyrir A-landsliðið.

Staðan var því 1-1 þegar að dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Ísraelar byrjuðu seinni hálfleikinn betur en Arnór Sigurðsson kom Íslandi yfir á 53. mínútu eftir frábæran undirbúning frá Herði Björgvini og Íslendingarnir bitu frá sér eftir það.

Liðin skiptust á að sækja eftir mark Íslands en íslenska liðið hafði þó góð tök á leiknum og hefði getað bætt við fleiri mörkum.

Það voru hins vegar Ísraelar sem náðu að jafna leikinn á 83. mínútu. Það gerði Shon Weissman með skalla eftir fyrirgjöf frá D.Leidner utan af vinstri kanti og aftur má setja stórt spurningarmerki við varnarleik íslenska liðsins í aðdragandanum.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Svekkjandi jafntefli niðurstaðan miðað við hvernig leikurinn var að spilast en eitt stig niðurstaðan úr fyrsta leik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Í gær

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna

Ten Hag efstur á blaði fyrir stóra starfið sem er að losna
433Sport
Í gær

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega