fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Klopp lofar því að Liverpool verði í úrslitaleiknum á næstu leiktíð – „Bókaðu hótelgistinguna“

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 29. maí 2022 10:39

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp er sannfærður um að lærisveinar hans í Liverpool spili til úrslita í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Þetta sagði hann eftir að Real Madrid vann Liverpool með einu marki gegn engu í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í París í gær.

Ég hef það sterklega á tilfinningunni að við mætum hérna aftur. Strákarnir vilja vinna. Við verðum með framúrskarandi hóp á næstu leiktíð,“ sagði Þjóðverjinn.

Hvar er úrslitaleikurinn á næstu leiktíð? Istanbúl? Bókaðu hótelgistinguna.“

Rúmri viku fyrir úrslitaleikinn var verið að tala um að Liverpool gæti unnið fjórfalt í ár en þá hafði liðið þegar tryggt sér enska deildarbikarinn og enska FA bikarinn og sat í öðru sæti í ensku úrvalsdeildinni, einu stigi á eftir Manchester City.

Það breyttist á sunnudaginn fyrir viku síðan þegar Manchester City tryggði sér fjórða Englandsmeistaratitilinn á fimm árum en draumurinn um þrennuna lifði enn. Sá draumur tók enda í gær. Þrátt fyrir það lýkur Liverpool tímabilinu með því að hafa unnið tvo titla en Klopp segir strákana ekki sátta.

Það líður engum vel með tímabilið í búningsklefanum eins og staðan er núna,“ sagði Klopp í viðtali á BT Sport. „Við þurfum kannski nokkra klukkutíma til að melta þetta.“

Við áttum góðan leik, en ekki fullkominn leik. Strákarnir gerðu hvað þeir gátu, sérstaklega 1-0 undir, þá spiluðum eins og við vildum spila í upphafi leiks.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða

Vilja fá hann fyrir HM vegna meiðslavandræða
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta

Virkja tæplega 9 milljarða klásúlu í samningi stráksins eftirsótta
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir

Arsenal opinberar nýja búninga og viðbrögðin standa ekki á sér – Myndir
433Sport
Í gær

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Í gær

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker

Segja þá hafa tekið óvænta ákvörðun varðandi Walker