fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
433Sport

Eliteserien: Hólmbert og félagar áfram á toppnum þrátt fyrir jafntefli – Bodö tapaði fyrir Molde

Ísak Gabríel Regal
Sunnudaginn 29. maí 2022 20:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar hans í Lilleström sitja áfram á toppnum í norsku úrvalsdeild karla í fótbolta þrátt fyrir 2-2 jafntefli gegn Tromsö.

Hólmbert var í byrjunarliði Lilleström í dag en fór af velli eftir rúman klukkutíma leik, stuttu eftir að Ifeanyi Mathew jafnaði metin fyrir Lilleström í 1-1 eftir að Eric Bugale Kitolano hafði komið Tromsö yfir undir lok fyrri hálfleiks.

Vetle Winger Dragsnes kom Lilleström í forystu á 72. mínútu en Moses Ebiye bjargaði stigi fyrir Tromsö í uppbótartíma. Lilleström er með 24 stig, tveggja stiga forskot á Molde á toppi deildarinnar eins og áður segir.

Alfons Sampsted og Noregsmeistarar í Bodö/Glimt eru 11 stigum frá toppnum eftir 3-1 tap gegn Molde í dag. Noregsmeistararnir eiga þó leik til góða á toppliðin en liðið er í 8. sæti með 13 stig.

Viðar Örn Kjartansson og Brynjar Ingi Bjarnason voru báðir í byrjunarliði Våleranga sem steinlá fyrir Rosenborg á heimavelli. Viðar Örn byrjaði leikinn í fremstu víglínu en fór af velli á 64. mínútu.

Våleranga er í 11. sæti með 10 stig. Rosenborg er í 6. sæti með 14 stig eftir 9 leiki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu