fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
433Sport

Varpaði ljósi á ógeðfellt dýraníð og gerandinn horfði undan – ,,Ég sver að ég drep hann“

433
Þriðjudaginn 24. maí 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndbönd sem sýnd voru í dómssal í dag varpa ljósi á hræðilega framkomu Kurt Zouma, leikmanns West Ham United og bróður hans Yoan í garð tveggja katta sem voru í eigu þess fyrrnefnda.

Myndband af Kurt að sparka og slá til kattar sín birtist í enskum miðlum í febrúarmánuði en Yoan bróðir hans hafði tekið myndbandið upp. Kurt Zouma, leikmaður West Ham United, sagðist í dómssal í dag hafa gerst sekur um dýraníð í tveimur brotum sem hann þarf að svara fyrir í dómsmáli gegn sér.

Bæði Kurt Zouma og Yoan horfðu niður til jarðar þegar að myndböndin voru sýnd í dómssal í morgun og saksóknarinn í málinu, Hazel Stevens, segir Zouma hafi sparkað í annan köttinn líkt og hann myndi sparka í fótbolta. Framkoma þeirra við kettina tvo hafi haft þær afleiðingar að kettirnir hafi hlotið áverka og orðið fyrir áfalli sem geri þá hræddari við manneskjur í framhaldinu.

Þá varpaði hún ljósi á það sem Kurt Zouma segir í myndböndunum: ,,Ég sver að ég drep hann.“ og ,,Ég slæ þig“ er á meðal þeirra orða sem Zouma lét falla.

Í dómsmálinu sem höfðað er gegn honum er Zouma sakaður um að láta köttinn sinn ganga í gegnum þjáningu að óþörfu og að vernda hann ekki fyrir meiðslum. Zouma hefur haldið áfram að leika með West Ham allar götur frá því að málið kom upp. Við það eru margir ósáttir.

Zouma gæti átt yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsisdóm en refsingar fyrir dýraníð voru þyngdar í Bretlandi á síðasta ári. Dómur verður felldur þann 1. júní næstkomandi. Hann játaði sekt sína í morgun í tveimur ákæruliðum. Um að hafa valdið vernduðu dýri „óþarfa þjáningu, með því að sparka í og ​​slá kött“, sem er í bága við 4. lið 1. undirliðs dýravelferðarlaga í Bretlandi. Þriðji ákæruliðurinn sem sneri að því að Zouma hefði ekki verndað kött sinn fyrir meiðslum var felldur niður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja

Drátturinn í bikarnum: Slegist um stoltið í Kópavogi – Valur fer til Eyja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark

City óttast að Wirtz fari til Bayern og eru klárir með annað skotmark
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju

Nike eyðir út auglýsingu – Birtu óvart myndir af nýrri Chelsea treyju
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham

Ryan Reynolds ætlar að taka upp heftið í sumar – Reynir að kaupa fyrirliða Fulham
433Sport
Í gær

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið

Haaland hjólar í alla sína samherja fyrir tímabilið
433Sport
Í gær

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi

Skandall í uppsiglingu – Stjarna og þrír aðrir sakaðir um að dreifa barnaklámi