fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Opnar sig um mikla erfiðleika og hvetur fólk til þess að tala um tilfinningar sínar- Segir þetta hafa bjargað lífi sínu

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 24. maí 2022 10:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dominic Calvert-Lewin, framherji enska úrvalsdeildarfélagsins Everton opnaði sig um mikla erfiðleika sem hrjáðu hann á nýafstöðnu tímabili í ensku úrvalsdeildinni með félagi sínu sem rétt svo slapp við fall á lokametrunum. Dominic segir það hafa bjargað lífi sínu að tala um sínar tilfinningar.

Þessi stóri og stæðilegi enski framherji spilaði aðeins 17 leiki í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu vegna þrálátra meiðsla og skoraði aðeins fimm mörk. Að sama skapi átti Everton í miklum erfiðleikum innan vallar og það reyndist Dominic erfitt og þá ekki síður vegna þess að hann átti frábært síðasta tímabil í deildinni.

,,Meginmarkmiðið varð að því að halda sæti Everton í deildinni og við hefðum ekki náð því án ykkar,“ skrifar Dominic í hjartnæmri færslu sem birtist á samfélagsmiðlum.

Hann greinir síðan í kjölfarið frá erfiðleikum sínum. ,,Ég hef þurft að grafa djúpt á tímabilinu og hef upplifað margar erfiðustu stundir lífs míns hingað til. Kærleikur ykkar og stuðningur hefur komið mér í gegnum þetta og lærdómurinn sem ég dreg frá þessu er sá að allir glíma við einhverja erfiðleika á sinni lífsleið. Erfiðleika sem við hin vitum ekkert um. Það felst engin skömm í því að leita til annarra og tala um tilfinningar sínar og líðan.“

Dominic sendi síðan skilaboð til yngri kynslóðarinnar út frá sinni reynslu: ,,Ég ráðlegg ykkur að tala um hlutina við vin, fjölskyldumeðlim eða bara einhvern sem hlustar á ykkur. Það að tala um hlutina bjargaði lífi mínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina

Mourinho hjólar í dómarann og VAR eftir slæm úrslit um helgina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann

Borga tæpar 500 milljónir til að fá nýja stjórann
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp
433Sport
Í gær

Tveir dáðustu leikmenn United hissa á því að mark Van Dijk hafi ekki staðið

Tveir dáðustu leikmenn United hissa á því að mark Van Dijk hafi ekki staðið
433Sport
Í gær

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni