fbpx
Þriðjudagur 02.september 2025
433Sport

Heldur fram sakleysi sínu – Sakaður um níu kynferðisbrot

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 23. maí 2022 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benjamin Mendy hefur neitað sök í fjölda kynferðisbrotamálum fyrir rétti.

Mendy, sem er leikmaður Manchester City á Englandi, er sakaður um sjö nauðganir, eina tilraun til nauðgunar og að auki kynferðisbrot. Hann hafði setið í gæsluvarðhaldi í fimm mánuði en var sleppt lausum í desember.

Hann þurfti að skila inn vegabréfi sínu og gengur um með ökklaband, hann þarf að gefa sig fram við lögreglu á hverjum degi.

Mendy var handtekinn í ágúst á síðasta ári en hann hafði þá um nokkurt skeið gengið laus gegn tryggingu vegna ásakana um nauðganir. Manchester City hafði þagað um málið og spilað Mendy.

Hann var svo kærður á nýjan leik síðasta sumar þar sem fleiri konur saka hann um nauðgun. Þá var Mendy skellt í gæsluvarðhald en var sleppt úr haldi eftir 134 daga í gæsluvarðhaldi.

Á meðan Mendy hefur ekki fengið dóm þarf City að halda áfram að greiða franska landsliðsmanninum laun en hann þénar tugi milljóna í viku hverri.

Réttarhöld yfir Mendy hefjast þann 25. júlí.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Geir stakk niður penna eftir fréttirnar um Birki í gær – „Það eitt og sér er glæsilegur vitnisburður“

Geir stakk niður penna eftir fréttirnar um Birki í gær – „Það eitt og sér er glæsilegur vitnisburður“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum

Þrír fyrrum stjórar United reknir á örfáum dögum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta

Myndband frá Anfield um helgina vekur kátínu – Meiddi varnarmaðurinn brosti sínu breiðasta
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

City staðfestir söluna á Ederson til Fenerbache

City staðfestir söluna á Ederson til Fenerbache
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vandræði Dele Alli halda áfram – Samningi á Ítalíu rift

Vandræði Dele Alli halda áfram – Samningi á Ítalíu rift
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu

Liverpool staðfestir númerið sem Isak verður með á bakinu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu myndbandið- Alexander Isak yfirgefur Liverpool og flýgur til Svíþjóðar

Sjáðu myndbandið- Alexander Isak yfirgefur Liverpool og flýgur til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guehi fær skilaboð frá Liverpool um að félagið reyni aftur í janúar

Guehi fær skilaboð frá Liverpool um að félagið reyni aftur í janúar