Serie A, efstu deild ítalska boltans, er nú lokið.
Eins og fram hefur komið í dag varð AC Milan meistari eftir sigur á Sassuolo. Inter vann sinn leik gegn Sampdoria en það dugði ekki til.
Þrír aðrir leikir fóru fram í dag.
Fyrir leiki dagsins var ljóst að Napoli myndi hafna í þriðja sæti deildarinnar. Liðið vann 0-3 sigur á Spezia í dag. Matteo Politano, Piotr Zielinski og Diego Demme gerðu mörkin. Spezia hafnar í sextánda sæti.
Salernitana heldur sér þá uppi þrátt fyrir 0-4 tap gegn Udinese. Liðið endar stigi fyrir ofan Cagliari sem er í átjánda sæti. Það er vegna þess að Cagliari tókst ekki að sigra Venezia í dag. Liðin gerðu markalaust jafntefli.
Venezia var fallið fyrir leiki dagsins. Nokkrir Íslendingar eru á mála hjá félaginu. Þar er Arnór Sigurðsson á láni frá CSKA Moskvu og Jakob Franz Pálsson. Þá eru Óttar Magnús Karlsson og Bjarki Steinn Bjarkason einnig samningsbundnir Venezia en þeir eru úti á láni. Óttar hefur verið að gera það gott með Oakland Roots í Bandaríkjunum en Bjarki hefur verið á láni hjá ítalska C-deildarliðinu Catanzaro síðan í janúar.
Venezia og Cagliari fagna ásamt Genoa. Þar er Albert Guðmundsson á mála.